Newsletters
Star-Oddi leitar að söluráðgjafa fyrir dýrarannsóknir
Star-Oddi leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjölbreytt og spennandi starf. Fyrirtækið er framsækið á sviði mælitækni fyrir rannsóknir á dýrum og náttúrulífi í hafi og á landi. Við erum leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lítilla, áreiðanlegra og harðgerðra mælitækja fyrir rannsóknir viðskiptavina okkar.
Starfssvið felst í sölu, markaðssetningu og tæknilegri aðstoð vegna hita-, hjarta- og virknimæla fyrirtækisins auk þess að leiðbeina viðskiptavinum vegna notkunar mælanna í dýrum. Mælarnir eru seldir til fyrirtækja og stofnana sem stunda meðal annars rannsóknir á dýrum vegna lyfja- og bóluefnaþróunar og rannsókna á lífeðlisfræði og velferð villtra dýra og nytjadýra. Söluráðgjafi ber ábyrgð á kynningaraðgerðum og þátttöku fyrirtækisins á sýningum tengdum ráðstefnum og tekur þátt í vöruþróun.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. heilbrigðisverkfræði, líffræði eða dýralækningar
- Lífeðlisfræðileg þekking eða reynsla af lífeðlisfræðirannsóknum
- Reynsla af lestri og helst skrifum á ritrýndum vísindagreinum
- Áhugi eða reynsla á mælitækni (bio-logging)
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góð enskukunnátta
Kostir
- Reynsla af sölu- og markaðsstarfi mikill kostur
- Reynsla af mælingum eða greiningu á hjartaafritum (EKG), heilarafritum (EEG), vöðvarafritum (EMG), hitastigsmælingum eða hröðunarmælingum mikill kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun
Gildi okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar.
Umsókn með kynningarbréfi og náms- og starfsferilsskrá óskast sendar með tölvupósti á [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 3. október.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Guðmundsson, yfirmaður söludeildar, [email protected] eða í s. 533 6060.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.